Uppsetning á nýju fuglaskoðunarhúsi á Spákonufellshöfða í fullum gangi

Vinnuflokkurinn sem sá um að koma fuglaskoðunarhúsinu á Spákonufellshöfða. Mynd tekin af Facebook-síðu SSNV
Vinnuflokkurinn sem sá um að koma fuglaskoðunarhúsinu á Spákonufellshöfða. Mynd tekin af Facebook-síðu SSNV

Það gekk mikið á hjá verktökum á Skagaströnd þegar starfsmaður SSNV var á ferðinni um daginn. Uppsetning á nýju fuglaskoðunarhúsi á Spákonufellshöfða var í fullum gangi en þetta verkefni hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 og er húsið hannað af Auði Hreiðarsdóttur, arkitekt.

Sveitarfélagið Skagaströnd fékk kr. 11.350.800 styrk í verkefnið Spákonufellshöfði - Fasi 2 og var þetta eitt af 28 verkefnum sem þessi sjóður styrkti og var heildarstyrkupphæðin 550 milljónir og tilkynnti Lilja Dögg menningar- og viðskiptaráðherra úthlutunina í lok april á þessu ári. Þessi sjóður fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila og var Spákonufellshöfðaverkefnið styrkt til að ljúka eftirfarandi þáttum: Uppsetningar og lagfæringar á eldri upplýsingaskiltum; ráðgjafavinnu og hönnunar; gerð útsýnispalls með um 300 metratengistíg; og frágang á malarbílastæði.

Verkefnið felur s.s í sér áframhald á uppbyggingu innviða og frágangi á viðkvæmum náttúruskoðunarstað og fellur því vel á markmiðum sjóðsins um bætt aðgengi, vernd náttúru þ.m.t. fuglalíf, og er á áfangastaðaáætlun svæðisins. Sveitarfélagið Skagaströnd fékk ekki fulla umbeðna styrkupphæð þar sem ekki var veittur styrkur til hreinsunar á lúpínu eins og sótt var um. 

Gaman verður að sjá þegar fuglaskoðunarhúsið verður komið í notkun og búið að ganga frá öllu í kringum það og vonandi verður það nýtt vel í framtíðinni af bæði ferðamönnum sem koma á svæðið. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir