Upplyfting í baráttulagakeppni á Rás 2

Baráttu- og bjartsýnissöngvakeppni hins nýja lýðveldis sem er  sönglagakeppni fólksins er nú í fullum gangi á Rás 2. Þar eru 12 lög að keppa og að sjálfsögðu tengist Skagafjörður inn í keppnina.

 

Hljómveitin Upplyfting kom lagi sínu Trú þín og styrkur inn í 12 laga úrslit en alls bárust yfir 100 lög í keppnina. Eins og allir vita var hljómsveitin Upplyfting stofnuð á Hofsósi um áramót 1975-6. Það er sparisjóðsstjórinn á Sauðárkróki Kristján B Snorrason sem hefur verið aðalsprautan í þeirri sveit og hefur hún notið mikilla vinsælda gegnum tíðina.

 

Hægt er að heyra þau lög sem komust í úrslit og kjósa svo besta lagið HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir