Upplestur hjá 7. bekk

Nemendur í 7. bekk Grunnskólans á Blönduósi hafa nú hafið æfingar fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fer fram þann 26. mars næst komandi. Af því tilefni buðu nemendur bekkjarins foreldrum sínum eina kvöldstund í skólann til að hlusta á þá lesa upp úr nýjum bókum frá Forlaginu og Skjaldborg.
Varð úr hin notalegasta stund sem allir höfðu gott og gaman af. Næst á að æfa sig að flytja ljóð og er aldrei að vita hverju bekkurinn tekur uppá við þær æfingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir