Unglingalandsmótið undirbúið

Áhugafólk um frjálsíþróttir hefur hafið undirbúning fyrir stórverkefni sumarsins, ULM2009, sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Gert er ráð fyrir að þörf verði fyrir um 100 starfsmenn við frjálsíþróttakeppni mótsins.

 

Á þriðja tug þátttakenda sótti vel heppnað dómaranámskeið um helgina. Námskeiðið fór fram bæði með fyrirlestrum og heimsókn á íþróttavöllinn, þar sem gerð var úttekt á aðstæðum. Leiðbeinandi var Birgir Guðjónsson formaður tækninefndar FRÍ.

 

/Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir