Unglingalandsmót UMFÍ verður á Sauðárkróki í sumar

Á stjórnarfundi sem var að ljúka hjá UMFÍ var ákveðið að næsta unglingalandsmót verði haldið á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina í sumar. Eins og fram hefur komið áður óskuðu Strandamenn, sem áttu að halda mótið árið 2010, eftir því að fá að seinka því um eitt ár vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Þá óskaði Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu  eftir því að fá að fresta um ár mótshaldi sem átti að vera á Grundarfirði í sumar.

 

Sigurjón Þórðarson formaður UMSS var hæstánægður með ákvörðun UMFÍ með staðsetningu mótsins. –Mótið verður haldið hér á Sauðárkróki með glæsibrag enda öll aðstaða fyrir hendi. Sveitarfélagið stendur þétt við bakið á íþróttahreyfingunni og svo reikna ég með stuðningi almennings og fyrirtækja í Skagafirðinum, sagði Sigurjón kampakátur við blaðamann Feykis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir