Ungar skríða úr eggjum á Tjörn
Fyrstu ungarnir skriðu úr eggjum í gær eftir brunann sem varð að Tjörn á Vatnsnesi þann 28. mars sl. Sett voru 120 egg í vél sem fengin var að láni og eru þessir ungar sem skriðu út nú um helgina ætlað að vera byrjunin á nýjum stofni Landnámshænunnar á Tjörn.
Júlíus bóndi á Tjörn segir að ekki hafi verið hægt að framkvæma þetta fyrr en nú vegna rafmagnsleysis en það tekur um 8 mánuði að fá fugla í réttan aldur en þá er talið með að 3 vikur séu í útungun og uppeldi í rúml 6 mánuði þar til fuglinn er orðinn kynþroska og farinn að verpa vel.
Júlíus segir að nú séu 75 ungar í uppeldi sem sér voru gefnir af ýmsum stuðningaðilum á landinu en þeir ungar eru nú orðnir um og yfir 3 mánaða gamlir og verða þeir ungar jafnframt grunnurinn að nýjum stofni. -Allir þessir ungar sem og eggin eru úr fuglum héðan frá Tjörn.
Þá koma einnig ungar úr 80 eggjum eftir rúmlega viku en þau egg voru sett í vélina sem VB Landbúnaður færði Landnámshænunni að gjöf sem styrk til uppbyggingar búsins.
Nú eru samtals 280 egg í vélum hjá Júlíusi í dag og verða komnir ungar úr þeim öllum eftir tvær vikur, ungar sem fara í uppeldi og verða á Tjörn til frambúðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.