Undirbúningur Gærunnar stendur sem hæst

Nú er undirbúningur kominn á fullt hjá aðstandendum Tónlistarhátíðarinnar Gærunnar en þar er um glænýja tónlistarhátíð að ræða  en slík tónlistarhátíð hefur ekki verið haldin í Skagafirði áður. Rúmlega 20 hljómsveitir koma fram og spila í tveggja daga festivali.

Hátíðin verður haldin í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki nánar tiltekið í söltunarhluta húsnæðisins. Loðskinn er eina sútunarverksmiðja landsins og eina verksmiðjan sem sútar fiskroð í Evrópu. Hljómsveitalistinn er að verða klár en fyrir aðdáendur Herramanna skal það upplýst að þeir forfölluðust vegna óviðráðanlegra orsaka, en fólk skal ekki örvænta, Gæran er orðin að alþjóðlegri tónlistarhátíð því Ástralinn Jona Byron hefur bæst í hópinn ásamt Sing for me Sandra.

500 miðar eru komnir í sölu og ljóst er að margir eru um hituna. Fer hver að verða síðastur að næla sér í miða. Miðaverð er 4000 krónur og innifalið í því eru þrjár heimildarmyndir um íslenska tónlist, tveggja daga tónlistarveisla með uþb 20 hljómsveitum og frítt í sund.

Miðasalan er hafin á midi.is og á Kaffi Krók á Sauðárkróki en frekari upplýsingar er hægt að nálgast á http://gaeran.almidill.vefir.net/ og á facebooksíðu Gærunnar.

Bíó

  • Handan Við Sjóinn (2009)
  • Heimildarmynd um íslenska tónlist

 

  • The Stars May Be Falling...but the stars look good on you (2009)
  • Heimildarmynd um tónlistarmanninn Ólaf Arnalds

 

  • Where´s the snow
  • Glæný heimildarmynd um Airwaves hátíðinna. Ekki er um beina forsýningu að ræða, heldur svokallaða prufusýningu (screening)

 

Tónlistarfólk

  • Kynnar: Siggi Bahama og Beatur
  • Davíð Jóns
  • Svavar Knútur
  • Myrká
  • Biggi Bix
  • Bróðir Svartúlfs
  • Erpur/Sesar A
  • Geirmundur Valtýsson
  • Gillon
  • The Vintage
  • Morning after Youth
  • Hælsæri
  • Bárujárn
  • Fúsaleg Helgi
  • Binni Rögg
  • Best fyrir
  • Bermuda
  • Nóra
  • Hoffmann
  • Múgsefjun
  • Sing for me Sandra
  • Jona Byron

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir