UMSS með góðan árangur á MÍ
Góður árangur náðist hjá UMSS á Meistaramóti unglinga 15-22 ára sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. UMSS sendi 10 keppendur á mótið sem stóðu sig vel.
Bestum árangri náðu Guðrún Ósk Gestsdóttir sem landaði þriðja sætinu í 800 m. meyjar 15 - 16 ára á tímanum 2:31,60. Halldór Örn Kristjánsson, hljóp á tímanum 09,38 í 60 m. grind drengja 17 - 18 ára og endaði í þriðja sæti og boðhlaupssveitir 4*200m. meyja 15 - 16 ára og 4*200m. drengja 17 - 18 ára enduðu þær báðar þriðja sæti og Herdís Guðlaug Steinsdóttir landaði einnig þriðja sætinu í stangarstökki meyja 15 - 16 ára og stökk hún 2,10.
Sveit UMSS skipuðu að þessu sinn Árni Rúnar Hrólfsson, Guðjón Ingimundarson, Guðrún Ósk Gestsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Herdís Guðlaug Steinsdóttir, Kolbjörg Katla Hinriksdóttir, Sindri Gunnarsson, Snæbjört Pálsdóttir, Vignir Gunnarsson og Þorsteinn Jónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.