Umhverfisverðlaun Skagafjarðar verða afhent í dag

Þeir sem hlutu Umhverfisviðurkenninguna ásamt fulltrúum Soroptimista. 2023.MYND GG
Þeir sem hlutu Umhverfisviðurkenninguna ásamt fulltrúum Soroptimista. 2023.MYND GG

Á vef Skagafjarðar segir að í dag, fimmtudaginn 5. september verða umhverfisverðlaun Skagafjarðar veitt í 20. sinn.

Hefð er fyrir því að meðlimir úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar fari í skoðunarferðir um Skagafjörð á sumrin til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir umhverfisverðlaunin, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og sveitarfélagsins. Að loknu mati er valið úr hópi tilnefninga í samráði við garðyrkjustjóra sveitarfélagsins. Athöfnin fer fram í Húsi frítímans, Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki, kl. 17:30 og eru allir boðnir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir