Um 130 skráningar á Svínavatn 2016

Teitur og Kúnst á Svínavatni 2015. Mynd: Ægir Sigurgeirsson
Teitur og Kúnst á Svínavatni 2015. Mynd: Ægir Sigurgeirsson

Ísmótið Svínavatn 2016 verður haldið laugardaginn 5. mars og hefst kl. 11. Ísinn er afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi. Skráningar eru um 130 og fjöldi þekktra og spennandi hrossa mætir til leiks, eins og fram kemur í fréttatilkynningu um mótið.

Keppni hefst á B-flokki, síðan A-flokkur og endað á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein. Ráslistar og aðrar upplýsingar eru birtar á heimasíðu mótsins, is-landsmot.is. Gott hljóðkerfi og útvarpsútsending þar sem einkunnir verða kynntar jafnóðum.

Veitingasala verður á staðnum, heitir drykkir, samlokur, pylsur, kleinur o.fl. og hægt verður að greiða með kortum. Vönduð mótsskrá verður einnig til sölu. „Vegna góðs stuðnings styrktaraðila mótsins, er aðgangur ókeypis og allir hvattir til að koma og njóta þessarar mestu gæðingaveislu ársins á svæðinu,“ segir loks í fréttatilkynningu frá Hestamannafélögunum Neista og Þyt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir