Tvístolið lag!
feykir.is
Dreifarinn
02.02.2010
kl. 11.36
Dreifara Feykis.is hefur borist það til eyrna að upp sé kominn mesti stuldur í júróvision til þessa en mun þar vera um að ræða lag gleðisveitarinnar Hvanndalsbræðra.
Mun Sumarliði Hvanndal hafa stolið laginu úr náttborðsskúffu Rögnvaldar Hvanndal ættaðan úr Óslandshlíð. Tjéður Rögnhvaldur mun hins vegar hafa stolið laginu úr eigins höfði. Er lag þeirra gleðibræðra því tvístolið og hafa miklar deilur sprottið á hljómsveitaræfingum sökum þessa enda þykir lagið minna óþægilega mikið á að vera lagasmíð Rögnvaldar Hvanndal.
Lagið má heyra hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.