Tréfótur á ferðinni

Gönguklúbburinn Tréfótur

Gönguklúbburinn Tréfótur var stofnaður á spjallkvöldi nokkurra áhugakvenna um útivist á Hvammstanga. Það vildi svo til að þær eru allar þýskar og hafa áhuga á að kynnast héraðinu betur. Klúbburinn hefur það að markmiði að fara í eina ferð á mánuði.

 

 

Ekki liggur fyrir föst ferðaáætlun, þar sem klúbburinn er að stíga sinn fyrstu skref, en ganga má út frá því að fyrst um sinn verði farið í styttri ferðir (2 – 4 tímar), en með sumrinu einnig í dagsferðir. Spilað verður eftir veðri og vindum, og tilkynnt um ferðir með dreifibréfum og á annan hagstæðan hátt. Síðasta laugardag var farin létt gönguferð um Barkarstaðarskóg í Miðfirði.

Nafn klúbbsins gefur til kynna að jafnt óreyndir sem reyndir göngumenn eru velkomnir. Það sést m.a. á myndum frá göngu klúbbsins síðasta laugardag um Barkarstaðarskóg í Miðfirði. Þar voru börn jafnhliða reyndu göngufólki í hópnum og var ekki annað að sjá en að öllum líkaði vel. Einnig er nafnið skírskotun í Grettis sögu sterka.

Langtímamarkmið er að farið sé í lengri gönguferð í öðrum héruðum, jafnvel erlendis, en ekkert plan liggur fyrir. Fyrst er að sjá hvaða undirtektir framtakið fær.

Um Barkarstaðarskóginn sagði Ragnar Benediktsson fyrrverandi bóndi á Barkarstöðum:

1945 kom Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri landsins, til Barkarstaða. Með honum komu 8 pund af birkifræjum. Girt var þá um haustið, og sáð fyrst árið á eftir. Gróðursetningin byrjaði 1946. Núorðið eru rúmlega 100 hektarar undir skógrækt, allt í allt, á mismunandi stigum. Sumarið 2008 voru t.d. 60.000 plöntur gróðursettar. Að rækta skóg er verkefni til framtíðar.

Klúbburinn færir landeigendum þakkir fyrir góða stund í skóginum og þar í kring.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá göngugarpana, en á hana vantar Guðmund Jónsson.

Myndir frá gönguferðinni má sjá með því að smella hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir