Traustur grunnur að byggja á til framtíðar

Gott mannlíf og fjölbreytt atvinnulíf í fallegri náttúrulegri umgjörð er sá trausti grunnur sem Skagfirðingar telja að Sauðárkrókur geti byggt á til framtíðar. Þetta kom fram á íbúaþingi sem sveitarfélagið Skagafjörður stóð fyrir og haldið var á Sauðárkróki sl. laugardag með um 100 þátttakendum.

 

Þær hugmyndir og þau sjónarmið sem komu fram á þinginu verða nýtt við endurskoðun aðalskipulags fyrir Sauðárkrók sem ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur umsjón með.

Á íbúaþinginu ríkti mjög jákvæður andi og komu fram ýmsar ábendingar sem styrkt geta Sauðárkrók og Skagafjörð allan og greinilegt að íbúar horfa björtum augum fram á veginn. Nánar verður fjallað um hugmyndir íbúa á íbúaþingi í næsta Feyki.

   Rætt var um að nýta mætti betur auðlindir til uppbyggingar í atvinnumálum og að efla þyrfti aðstöðu fyrir ferðamenn á Króknum. Einnig var lögð áhersla á að bæta aðstöðu fyrir frumkvöðla til að skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið um leið og þær eldri væru styrktar enn frekar.  Óskin um líflegri miðbæ í gamla bænum, frá Faxatorgi að Villa Nova, var sterk. Ýmsar hugmyndir komu upp um hvernig mætti styrkja stöðu gamla bæjarins með nýrri íbúabyggð neðan Freyjugötu, m.a. var lagt til að umhverfis nýjan hafnargarð væri gert útivistarsvæði með siglingaraðstöðu og að hin gömlu torg bæjarins, Kirkjutorg og Kaupvangstorg, yrðu endurnýjuð.  Nánar verður fjallað um hugmyndir íbúa á íbúaþingi í næsta Feyki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir