Tónlistarskóli A-Hún fékk góða gjöf á dögunum

Skarphéðin á tónleikum. Mynd: Huni.is

Tónlistarskóli A-Hún fékk á dögunum góða gjöf til hljóðfærakaupa en þessi gjöf var afrakstur stórra og skemmtilegra tónleika sem haldnir voru um s.l. jól til heiðurs Skarphéðni H. Einarssyni. Skarphéðinn varð sextugur á síðasta ári og var fullt út úr dyrum á tónleikunum og gestir fóru glaðir heim.

 

 

Á tónleikunum um síðustu helgi þar sem heiðruð var minning Einars Guðlaugssonar frá Þverá, afhenti Jóhanna Pálmadóttir frá Akri Skarphéðni ágóða tónleikanna en það var ávísun upp á kr. 269.000 og þakkaði Skarphéðinn kærlega fyrir góðar gjafir og taldi að þetta kæmi sér afskaplega vel þar sem hann væri nýbúinn að panta fullt af hljóðfærum fyrir tónlistarskólann nokkrum dögum fyrr.

Heimild: Huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir