Töfrakonur gefa út

fyrsta útgáfa. bækurFyrsti pakki af kiljum Töfrakvenna er kominn út, ástar- og sveitasögur ásamt fallegri ljóðakilju. Tilvalið í tækifærisgjafir og í sumarfríið.

Kiljurnar eru ódýrar og góðar, jákvæðar og skemmtilegar, eins og segir í kynningu og fást á öllum útsölustöðum Pennans/Eymundssonar og á nokkrum öðrum sérvöldum stöðum. Einnig hægt að panta hjá Töfrakonum sjálfum og fá sent hvert á land sem er ásamt öðrum vörum.

Einnig eru töfrakonurnar með Töfrasteina – Töfrarúnir – Töfrasprey - Hveravallagull (skartgripi) – gjafakort - snyrtivörur og ýmislegt fleira.

Fyrirtækið “Töfrakonur/Wagic Women ehf” er nýtt fyrirtæki í Húnavatnshreppi. Eigendur þess eru Birgitta Hrönn Halldórsdóttir, Jóhanna Helga Halldórsdóttir og Þuríður Guðmundsdótti en fyrirtækið er stofnað  vegna framleiðslu og sölu á ýmsum vörum sem tengdar eru ferðaþjónustu og menningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir