Tindastólsliðin verða bæði með í Bónus-deildunum

Bónus í Skagafjörðinn?  meðfylgjandi mynd frá vinstri eru þau; Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir formaður KKÍ, Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus og Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ. AÐSEND MYND
Bónus í Skagafjörðinn? meðfylgjandi mynd frá vinstri eru þau; Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir formaður KKÍ, Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus og Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ. AÐSEND MYND
KKÍ og Bónus hafa gert samstarfssamning sín á milli og verður Bónus einn af aðal samstarfsaðilum KKÍ. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu nú bera nafn Bónus, Bónus deildin, en einnig mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ.
 
Í fréttarilkynningu frá Köruknattleikssambandi Íslands segir að markmið samstarfs KKÍ og Bónus er að gera sýnileika Bónus sem mestan í körfuknattleik á Íslandi og hvetja almenning að versla heilsusamlegar vörur. Sérstök áhersla verður á ávexti og grænmeti ásamt öðrum vörum í Bónus og þannig efla lýðheilsu landsmanna enn frekar og mun Bónus því koma með ferska sýn inn í starfsemi KKÍ og körfuboltans á Íslandi.
 
KKÍ þakkar Subway fyrir gott og öflugt samstarf á meðan úrvalsdeildirnar báru nafn Subway undanfarin ár.
 
Fyrsti leikur í Bónus deild kvenna á næsta keppnistímabii hefst 1. október og fyrsti leikur í Bónus deild karla 3. október. Þess má geta að fyrsti leikurinn í Bónus-deild kvenna í haust verður á milli nýliða Aþenu. Karlalið Tindastóls spilar sömuleiððis fyrsta leik Bónus-deildar karla í haust en strákarnir heimsækja þá nýliða KR í Vesturbæinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir