Tindastólslagið fleytti Svisslending í úrslit á Heimsmeistaramótinu

Eyvar og Randalín. Mynd: Sarah Wyck
Eyvar og Randalín. Mynd: Sarah Wyck

Svisslendingurinn Eyvar Albrecht reið forkeppni í slaktaumatölti á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í morgun sem væri nú öllu jafna ekki frásögu færandi hér í Feyki, nema hvað að lagið sem hann valdi til að ríða “prógramið“ var Tindastólslagið sem Úlfur Úlfur gaf út vorið 2022.

Tindastólslagið kom honum í greinilega í gírinn því að hann reið sig inn í úrslit í ungmennaflokki með einkunnina 6.67.

Lagavalið er engin tilviljun því að Eyvar er mikill stuðningsmaður Tindastóls í körfuboltanum og hefur meira að segja farið á leik í Síkinu og fylgist mjög vel með gengi liðsins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann notar lagið í keppni en fyrst þegar hann gerði það gekk svo vel að hann var valinn í landsliðið fyrir Sviss og þá var nú ekki aftur snúið.

Ástæðan fyrir Tindastólstenginunni er sú að Eyvar og hans fjölskylda er mikið vinafólk Bjarna Jónassonar, hestamanns á Sauðárkróki og hefur Bjarni verið duglegur að koma Tindastólsvarning til hans í Sviss. Sonur Bjarna, Finnbogi, spilaði einmitt lengi vel með Tindastóli og varð m.a. bikarmeistari með þeim árið 2018.

Eyvar keppti á íslensku hryssunni Randalín frá Efri-Rauðalæk sem Bjarni gerði garðinn frægan á um árið og Finnbogi keppti einmitt á henni seinasta Heimsmeistaramóti sem haldið var í Oirschot í Hollandi árið 2017. Finnbogi er einnig hestasveinn Eyvars úti í Hollandi.

Tindastóll er víða!

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir