Tindastóll - Njarðvík í kvöld, kl. 19:15.

Áfram Tindastóll nú mæta allir í kvöld.

Í kvöld fer fram frestaður leikur Tindastóls og Njarðvíkur sem leika átti síðastliðið föstudagskvöld. Mikið er í húfi fyrir Stólana sem  töpuðu tvíframlengdum leik á mánudaginn og þurfa nauðsynlega á sigri að halda  til þess að koma sér aftur um miðja deild.
Njarðvík er í harðri baráttu ásamt heimamönnum við Stjörnuna, Breiðablik og ÍR um fjögur síðustu sætin í átta liða úrslitum. Fyrri leik liðana í Njarðvík lauk með sigri Tindastóls, en síðan þá hafa bæði lið tekið breytingum. Ben Luber og Sören Flæng eru báðir farnir frá Stólunum, en Helgi Freyr sem lék sinn fyrsta leik á mánudag er mættur í staðinn. Njarðvíkingar hafa bætt við sig erlendum leikmanni, Heath Sitton. Þjálfari Njarðvíkur er Valur Ingimundarson fyrrverandi leikmaður og þjálfari Tindastóls. Hann ætti að kannast eitthvað við lið Tindastóls í kvöld því fjórir leikmenn eru í hópnum sem léku undir stjórn hans á sínum tíma. Sá fimmti er svo þjálfari Tindastóls, Kristinn Friðriksson.

Hópurinn hjá Tindastóli: Svavar, Ísak, Helgi Rafn, Helgi Freyr, Rikki, Óli, Halli, Hreinn, Einar Bjarni, Siggi, Þorbergur og Flake.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir