Tilnefning til foreldraverðlaunanna
Foreldrafélög leik- og grunnskólans í V-Hún hafa sent inn tilnefningu í samkeppni um Foreldraverðlaunin 2009 sem er á vegum Heimilis og skóla. Verkefnið sem er tilnefnt er samskipti leik- og grunnskóla í Húnaþingi vestra þegar kemur að því að aðlaga elstu nemendur leikskólans yfir í grunnskóla.
Verkefnið hefur vakið athygli fyrir að vera vel skipulagt og gefur nemendum góðan tíma til að aðlagast nýju skólaumhverfi. Markmið samskipta leik- og grunnskóla eru að tryggja samfellu í námi nemenda og öruggan flutning nemenda milli skólastiga.
Með því er átt við að samvinna og samráð sé milli stofnananna, stjórnenda þeirra og kennara um námsefni og aðferðir. Að börn og foreldrar finni til öryggis þegar líður að því að kveðja leikskólann og takast á við næsta skólastig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.