Tilkynning frá Hestamannafélaginu Neista

Töltmót sem vera átti í Reiðhöllinni á Blönduósi 6. febrúar verður í Reiðhöllinni á Hvammstanga 13. febrúar nk. og er það Húnvetnsk liðakeppni.

Keppt verður í tölti í 1. flokki, 2. flokki og flokki 16 ára og yngri. Liðstjóri A-Hún er Óli Magg s: 8690705 og eru áhugasamir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við hann. Sjá nánar Húnvetnska liðakeppnin á www.neisti.net .

Kaffimorgunn sem vera átti 7. febrúar fellur niður vegna fundahalda í Reiðhöllinni.

Reiðnámskeið fyrir konur er fyrirhugað og verður fyrsti tíminn í Reiðhöllinni á Blönduósi 9. febrúar kl. 19:30. Áhugasamar hafi samband við Selmu í síma 661-9961 eða á e-mail: selmahr@mmedia.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir