Tilfinningin er alveg hreint mögnuð!
Feykir náði í skottið á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttir frá Brautarholti, eftir sigurinn á Eyjastúlkum í dag. Bryndís átti frábæran leik í vörn Tindastóls, stjórnaði vörninni eins og herforingi og steig vart feilspor frekar en fyrri daginn. Bryndís var spurð hvort það væri gaman að vinna leik í Pepsi Max deildinni.
„Alveg ótrúlega gaman að fá inn fyrsta sigurinn í efstu deild! Tilfinningin er alveg hreint mögnuð! Stemningin inni á vellinum var mjög góð og svo eftir leik þá enn betri. Það er mikil gleði í hópnum að vera komin með fjögur stig.“
Hvað varstu ánægðust með í leik liðsins í dag?„Barráttuna, skipulagið og samvinnuna! Við stóðum saman í öllum aðgerðum, vörðumst virkilega vel og pressuðum saman. Virkilega gaman að sjá leik okkar þróast og við skora tvö frábær mörk,“ sagði Bryndís kampakát að lokum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.