Þvílík tíðindi úr Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
31.01.2024
kl. 12.12
Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samið hafi verið við bandaríska leikmanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu það sem eftir er af leiktíð vetrarins. Það þarf vart að kynna Keyshawn Woods fyrir stuðningsmönnum Tindastóls.
Keyshawn er fæddur 1996 og er 191 sm á hæð og spilar í stöðu skotbakvarðar. Hann er mjög öflugur varnarmaður og góð skytta. Hann hefur spilað í efstu deildum í Hollandi, Póllandi, Grikklandi og var í vetur í Tyrklandi.
„Keyshawn Woods I would like to thank my Tindastoll family and fans for welcoming me back with open arms, IM BACK!,,
„Dagur Þór Baldvinsson, formaður kkd Tindastóls ég er ánægður að fá Keyshawn til liðs við Tindastól fyrir lokaátökin og mun hann styrkja okkar góða og vel mannaða leikmannahóp. Með jákvæðni, stemmningu og samstöðu sem Tindastóll er þekkt fyrir geta magnaðir hlutir gerst,,.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls býður Keyshawn hjartanlega velkominn aftur í Síkið!
Næsti leikur meistaraflokks karla er á morgun, fimmtudag 1. febrúar kl. 19:15 á móti Breiðablik í Síkinu.
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.