Þrjú hús enduðu í efsta sætinu um jólalegasta húsið í Húnabyggð

Jólahúsin sem hafa verið valin áður. Mynd tekin af huni.is
Jólahúsin sem hafa verið valin áður. Mynd tekin af huni.is

Á huni.is segir að nú sé komið í ljós hvaða hús í Húnabyggð hafi verið tilnefnd sem Jólahús ársins 2023. Er þetta í 22. skiptið sem þessi kosning fer fram en í þetta skiptið enduðu þrjú hús í efsta sætinu með jafnmargar tilnefningar.

Það voru lesendur Húnahornsins sem sáu um valið og völdu þau Fagranes í Langadal, Hlíðarbraut 6 og Melabraut 25 á Blönduósi Jólahús ársins 2023 í Húnabyggð. Öll húsin eru ríkulega skreytt jólaljósum og ómögulegt að gera upp á milli þeirra og er þetta í fyrsta skipti sem þrjú hús enda í efsta sæti jöfn að stigum. Þá óskar Húnahornið eftir því að fá sendar myndir af tilteknum húsum á netfangið huni@huni.is svo lesendur geti fengið að sjá hversu jólaleg þau eru.

Þau hús sem hlotið hafa viðurkenninguna Jólahús Blönduóss/Húnabyggðar eru:

2023: Fagranes, Hlíðarbraut 6 og Melabraut 25
2022: Brekkubyggð 5
2021: Heiðarbraut 12
2020: Urðarbraut 15
2019: Brekkubyggð 21
2018: Hólabraut 11
2017: Skúlabraut 22
2016: Aðalgata 10 (Tilraun)
2015: Skúlabraut 1
2014: Hlíðarbraut 1
2013: Heiðarbraut 1
2012: Mýrarbraut 33
2011: Melabraut 19
2010: Mýrarbraut 35
2009: Hlíðarbraut 4
2008: Hlíðarbraut 8
2007: Ekkert val
2006: Sunnubraut 3
2005: Hlíðarbraut 8
2004: Hlíðarbraut 13
2003: Garðabyggð 1
2002: Hlíðarbraut 13
2001: Brekkubyggð 17

Feykir og Húnahornið óskar íbúum þessara húsa innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir