Þrjár stöður lausar á Hólum

Staða deildarstjóra á ferðamáladeild á Hólum og 2 lausar stöður sérfræðinga með starfsstöð á Blönduósi eru auglýstar á heimasíðu Hóla.

Auglýst er staða deildarstjóra við ferðamáladeild Háskólans á Hólum þar sem um krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða við uppbyggingu rannsókna og kennslu í ferðamálafræðum og þróun ört vaxandi greinar við sérhæfðan háskóla á fjölsóttum ferðamannastað, eins og segir í auglýsingunni.

Á Blönduósi er auglýstar  tvær stöður lausar. Önnur er  rannsóknarstaða  sérfræðings á sviði textílfræða við Háskólasetur á Blönduósi. Sérfræðingnum er ætlað að sinna rannsóknum á sviði textílfræða, íslensks heimilisiðnaðar og textílhefðar í nánum tengslum við fræðasetur á svæðinu.

Hin er rannsóknarstaða  sérfræðings á sviði strandmenningar og hafíss á Norðurslóðum við Háskólasetur á Blönduósi. Sérfræðingnum er ætlað að sinna rannsóknum í nánum tengslum við Hafíssetrið á Blönduósi og önnur fræðasetur á svæðinu. Því er lögð áhersla á rannsóknir á sviði vistfræði og lífríkis Norðurslóða.
Tvö síðasttöldu störfin eru staðsett við nýstofnað Háskólasetur á Blönduósi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir