Þristurinn í dag

Þristurinn, eitt skemmtilegasta íþróttamót sumarsins, fer fram á Blönduósi, í dag 11. ágúst, og hefst mótið kl. 17. Þar keppa krakkar 14 ára og yngri, úr Húnavatnssýslum og Skagafirði, í frjálsíþróttum.

Á síðasta ári sigruðu Skagfirðingar, Austur-Húnvetningar árið á undan og Vestur-Húnvetninmgar 2007, svo búast má við mjög spennandi keppni nú.

En hvernig sem keppnin fer, er óhætt að lofa góðri skemmtun fyrir þá sem mæta á staðinn og hvetja sitt lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir