Þrír leikmenn Tindastóls í landsliðsæfingahóp
Landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í Körfubolta, Craig Pedersen, hefur valið æfingahóp fyrir landsliðsæfingar sumarsins. Í hópnum eru 21 leikmaður og þar af þrír leikmenn Tindastóls, Pétur Rúnar, Sigtryggur Arnar og nýjasti leikmaður liðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson sem gekk til liðs við Stólana fyrir stuttu.
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, er nú orðinn annar af tveimur aðstoðarþjálfurum liðsins og kemur í stað Hjalta Þórs Vilhjálmssonar sem hefur látið af störfum. Baldur Þór Ragnarsson, fyrrverandi þjálfari Tindastóls, er einnig aðstoðarþjálfari liðsins.
Æfingahópurinn hefur æft saman undanfarna þrjá daga undir handleiðslu aðstoðarþjálfarana en á morgun, föstudag, mun Craig Pedersen koma til landsins og verður hópurinn þá minnkaður niður í lokahóp sem mun halda áfram æfingum fyrir verkefni sumarsins.
„Verkefni sumarsins verða æfingaferð til Ungverjalands í lok júlí þar sem leikið verður gegn heimamönnum og Ísrael vináttulandsleiki og svo heldur liðið 10. ágúst á FIBA Olympic Pre-Qualifiers mótið í Tyrklandi sem er fyrsta umferð að undankeppni ÓL 2024 fyrir Evrópuliðin. Í riðli með Íslandi verða heimamenn Tyrklandi, Úkraína og Búlgaría. Efstu tvö liðin fara í úrslit þar sem er útsláttaryfirkomulag. Sigurvegari úrslitakeppninnar tryggir sér sæti í seinni umferð undankeppninnar þar sem sigurvegarar annarra álfuhluta koma inn auk liða sem taka þátt í HM-keppninni í haust,“ segir í tilkynningu frá KKÍ.
Æfingahópurinn:
Landsliðshópurinn sem hefur komið saman sl. daga til að hefja æfingar og heldur áfram fyrst um sinn áður hann verður minnkaður í lokahóp er skipaður eftirtöldum leikmönnum: (Athugið! að leikmenn eru skráðir í þau félög sem þeir eru skráðir í hjá KKÍ í dag)
Nafn · Lið · Landsleikir
Almar Orri Atlason · Bradley University, USA · 0
Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 65
Hilmar Pétursson · Munster, Þýskalandi · 4
Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 9
Hjálmar Stefánsson · Valur · 21
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 25
Kári Jónsson · Valur · 32
Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 26
Martin Hermannsson · Valencia, Spánn · 73
Ólafur Björn Gunnlaugsson · Black Hill State University, USA · Nýliði
Orri Gunnarsson · Haukar · Nýliði
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 11
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 60
Róbert Sean Birmingham · Njarðvík · Nýliði
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 28
Sigurður Pétursson · Breiðablik · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 9
Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 58
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 22
Þorvaldur Orri Árnason · KR · 1
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 80
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij.
Þeir sem gátu ekki tekið þátt í verkefni sumarsins að þessu sinni voru þeir Kristófer Acox, Val og Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, sem eru meiddir og þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, Ólafur Ólafsson, Grindavik og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastól sem gáfu ekki kost á sér að þessu sinni af öðrum ástæðum.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.