Þrír keppendur UMSS kepptu á MÍ 15-22 ára í frjálsum
Þrír keppendur frá UMSS kepptu á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Á síðu frjálsiþróttadeildar Tindastóls segir að keppendurnir þrír voru þau Halldór Stefánsson, Katelyn Eva John og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
„Halldór keppti í fimm greinum, lenti í 3. sæti í hástökki 15 ára á persónulegu meti, bætti sig um 12 cm, stökk 1,62 cm. Í 60 m grind bætti hann sig um tæpa sekúndu og lenti í 4. sæti. Í 2000 metrunum bætti hans sig um 12 sekúndur, 800 metrunum um tæpar 2 sekúndur og í 300 metrunum um 1.5 sekúndu.
Katelyn Eva keppti í aldursflokki 16-17 ára, hún keppti í 60m hlaup og hljóp á sínum persónulega bestum tíma, 8,39 sek. og var hársbreidd frá því að komast í úrslitahlaupið. Þessi tími setur hana í topp 20 bestu innanhús tímanna hjá UMSS frá upphafi í öllum aldursflokkum.
Súsanna Guðlaug keppti í aldursflokki 15 ára í sex greinum. Hún komst í úrslit í tveim hlaupa greinum; í 60m hlaupi lenti þar í 4. sæti og í 60 m grind þar sem hún setti persónulegt met bæði í undanúrslitum 10,01 sek. og í úrslitum 9,88 sek. og lenti í 3. sæti, einnig lenti hún í 3. sæti í 800 m hlaupi á persónulegu meti. Auk þess setti hún persónuleg met í 300 m, langstökki og kúlu.
Frábær árangur hjá okkar hóp á MÍ 15 -22 ára,“ segir í fréttinni. Ef einhverjir velta fyrir sér hvaða krakkar þetta eru þá er Súsanna Guðlaug dóttir Hildar og Halldórs á Ríp í Hegranesi, Katelyn Eva er yngri dóttir Hebu og Torrey John og Halldór er sonur Stebba og Ólafar á Þverá í Blönduhlíð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.