Þriggja rétta veisla
Zophanías Ari Lárusson og Katrín Benediktsdóttir eru gestgjafar að Þessu sinni en uppskriftir þeirra birtust árið 2007. Er þar um að ræða þriggja rétta veislu fyrir 6 - 8 manns.
Klíkuklúbbssúpa Jónasar
- Humarsoð
- 200 gr humarskeljar
- 150 gr gulrætur blaðlaukur og fersk steinselja.
- 2 msk tómatpúrra.
- 2 lítrar vatn og 2 msk.koníak.
Humarskeljar eru hitaðar vel í smá olíu og mega brenna svolítið.
Koníakið sett út í, síðan tómat-púrra grænmeti og vatn sett í pottinn og látið sjóða væga suðu í 1-6 klst. Síðan er allt þetta drasl sigtað frá soðinu.
Súpan
- 100 gr smjörlíki
- 80 gr hveiti
- Búin til smjörbolla og soðinu hellt rólega útí eins og allir súpugerðarmenn kunna.
- 1 ½ dl hvítvín
- 3 msk koníak
- 2 tsk kjúklingakraftur
- 1-2 tsk Picanta jurtasalt
- rjómi eftir smekk (ca. ¼ líter)
Öllu þessu blandað saman og suðan látin koma upp. Rjómi og humarinn (sem var í skeljunum) settur útí. Að síðustu er sett hvítlaukssmjör í súp-una (svona 1-3 tsk. eftir smekk)
Ps. Oft í klíkuferðunum settum við humarinn og rækjur á pönnu og steiktum í smá stund og skvettum svolítið af hvítvíni yfir og stundum aðeins meira en svolítið. Við settum einnig skelfisk (hörpudisk) en hann má ekki vera nema smá stund á pönnunni svo hann verði ekki eins og skósóli.
Fyllt lambalæri
Fylling
- 1 stk mexíkó-ostur
- ½ -1 krukka Feta ostur ásamt olíunni
- ½ krukka Sólþurrkaðir tómatar
- nokkrar ólífur (eftir smekk)
- Ristaðar furuhnetur (eftir smekk)
Allt þetta saxað niður og blandað saman og sett inní úrbeinað stórt lambalæri og lokað fyrir með prjóni, sett í ofn á 200 gráður í ca. 1 ½ klst.
Meðlæti: ferskt salat, kartöflugratín og sósa eftir smekk.
Frönsk súkkulaðikaka
- 4 stk egg
- 2 dl sykur
- 200 gr smjör
- 200 gr suðusúkkulaði
- 1 dl hveiti
Þeyta egg og sykur vel saman. Bræða smjör og súkkulaði saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið smjöri og súkku-laði varlega úti deigið.
Bakið í vel smurðu tertuformi (ekki lausbotna) við 180° í 30-40 mín. (kakan á að vera blaut í miðjunni)
Krem
- 70 gr smjör
- 150 gr suðusúkkulaði
- 1-2 msk síróp
Látið allt saman í pott og bræðið við vægan hita. Látið aðeins kólna og setjið kremið síðan á kökuna og skreytið með jarðaberjum og berið fram með þeyttum rjóma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.