Þorrablót í heita pottinum
Pottverjar á Sauðárkróki gerðu sér glaðan dag í morgun, fyrsta dag Þorra, og héldu árlegt Þorrablót pottverja. Hópurinn samanstendur af fastagestum sundlaugarinnar og var glatt á hjalla, maturinn etinn af flotbökkum og þeir hörðustu skáluðu í brennivíni.
Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, yfirbaðvarðar, hefur enn ekki komið það vont veður að enginn úr hópnum mæti í sitt daglega morgunsund. –Hér er oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Er það ekki síst að þakka 5 heldri konum sem drífa sig hér upp á bakka flesta morgna og gera leikfimiæfingar af miklum krafti. Síðan skella allir sér í pottinn eftir sundið og þar eru heimsmálin leyst, segir Guðmundur.
Sjálfir segjast pottverjar hafa leyst kreppuna og það án þess að blanda pólitík nokkuð í málið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.