Þórhallur kominn í mark í Vasagöngunni
feykir.is
Uncategorized
02.03.2009
kl. 16.13
Á Skessuhorn.is er frétt um hinn mikla skíðagarp og fyrrverandi ritstjóra Feykis, Þórhall Ásmundsson. Þar er greint frá þátttöku hans og árangri í Vasagöngunni í Svíþjóð.
Hann lenti í 3802. sæti á tímanum 06:38:07 sekúndum sem er nánast sami tími og hann skíðaði á síðasta ári. Þórhallur starfar nú sem blaðamaður á Skessuhorni og vekur athygli á götum Akraness við æfingar á hjólaskíðum sínum þegar færi gefst.
Hægt er að sjá fréttina HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.