Þjóðhátíðardagurinn á Sauðárkróki
Þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í dag, hlýir vindar léku við hátíðargesti en hitastig var um 20°C. Farið var í skrúðgöngu frá Skagfirðingabúð að Flæðunum, þar sem hátíðardagskráin fór fram.
Við tilefnið hélt Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV hátíðarræðu og að venju flutti fjallkonan ljóð. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju söng lög helguð Þjóðhátíðardeginum.
Einar einstaki sýndi skemmtileg töfrabrögð, Skralli trúður kitlaði hláturtaugar hátíðargesta og fjölbreytt tónlistaratriði voru flutt fram eftir degi.
Gleði og kátína skein úr andlitum margra barna en fjölbreytt leiktæki og afþreying var í boði á hátíðarsvæðinu,s.s. leiktæki og þrautir á vegum Skátafélagsins Eilífsbúa, hoppukastalar, hægt að fara á hestbak og margt fleira.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.