Þemavika í Grunnskóla Blönduós
Dagana 9. – 13. mars verður haldin þemavika í Grunnskólanum á Blönduósi. Yfirskrift vikunnar er heilsuvika, heilbrigð sál í hraustum líkama. Viðfangsefni verða fjölbreytt og mismunandi áherslur eftir aldursstigum.
Dagskrá hjá öllum verður frá 8:00 – 12:30 alla daga vikunnar en frí eftir hádegi.
Fimmtudaginn 12. mars nk. keppa þau Elísa H. Hafþórsdóttir, Kristinn J. Snjólfsson, Hilmar Þór Kárason og Margrét Á. Þorsteinsdóttir fyrir hönd skólans í Skólahreysti. Keppnin verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst hún kl 15:00. Gert er ráð fyrir að nemendur í 8. – 10. bekk fari með til að sitt lið.
Vikan endar síðan á árshátíð skólans föstudagskvöldið 13. mars. Það eru nemendur í 8. - 10. bekk sem sjá um að skemmta nemendur og foreldrum en dagskráin veðrur auglýst í hinu rómaða skólablaði Vit sem borið verður í hús nú í heilsuvikunn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.