„Þekkileg og ljúf þjóðlagatónlist“
Eins og Feykir greindi frá á dögunum hafa Austur-Húnvetningurinn Hjalti Jónsson og kona hans, Lára Sóley Jóhannsdóttir, sent frá sér sína aðra plötu, Árbraut. Var hún plata vikunnar á Rás 2. Tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið og birtist gagnrýnin á vefnum ruv.is. Það er innihaldi plötunnar lýst sem þekkilegri og ljúfri þjóðlagatónlist með klassískum blæ.
Fram kemur að Hjalti og Lára koma úr ólíkum áttum hvað tónlist varðar, Hjalti söng t.d. með þungarokkssveit og hefur einnig lagt stund á klassískt söngnám en Lára er með einleikarapróf á fiðlu. „Samsláttur ólíkra heima er tilfinnanlegur á plötunni þó að í grunninn sé þetta melódísk, angurvær þjóðlagatónlist með klassískum blæ. Einslags kammerpopp á stundum,“ segir meðal annars í gagnrýni Arnars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.