Þaulskipulagt svæði við Kolkuós
Á Mbl.is segir að góð heildarmynd hafi fengist í sumar af hafnarsvæðinu við Kolkuós í Skagafirði, þar sem á öldum áður var verslunarstaður og höfn biskupsstólsins á Hólum í Hjaltadal.
Grafnar hafa verið upp sex búðir á tanganum við ósinn sem að sögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings eru taldar vera frá því snemma á 12. öld, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Í sumar voru 20 fornleifafræðingar að störfum og segir Ragnheiður að náðst hafi undraverður árangur í kapphlaupi við óblíð náttúruöfl við ósinn, en mikið landbrot hefur verið á svæðinu.
Einnig hafa fundist fjölmargir fornir gripir í sumar, m.a. heillegt nálarhús, brýni, bökunarhellur og unnin hvalbein. Þá fundust alls fjórar aðrar nálar á Kolkuóssvæðinu.
Sjá nánar um rannsóknina HÉR
/Mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.