„Þau eiga öll sinn stað í hjarta mínu, skólafjölskyldan mín“
Guðrún Hanna Halldórsdóttir í Helgustöðum í Fljótum lét sl. vor af störfum við Sólgarðaskóla eftir þrjátíu ára starf þar. Segja má að börn og búskapur hafi verið ævistarf Gunnu, eins og hún er oftast kölluð, því hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Helgi Jónsson, eiga sex uppkomin börn, þrettán barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Gunna er í opnuviðtali Feykis þessa vikuna. Gunna segir að það hafi í raun verið tilviljun að hún réði sig við skólann á sínum tíma. „ Valberg Hannesson skólastjóri og Reynir Pálsson, sem þá bjó í Stóru-Brekku og kenndi við skólann, komu að máli við mig að taka að mér sérkennslu og kennslu í nokkrum greinum. Ég tók því víðsfjarri í fyrstu en Reynir lét hvorki laust né fast fyrr en ég lofaði að prufa eitt ár til reynslu og hvað ? Það var fyrir 30 árum,“ rifjar hún upp fyrir blaðamanni.
Í viðtalinu segir Gunna frá starfi sínu við skólann, uppvextinum í Fljótum og á Siglufirði og félagslífi sveitarinnar fyrr og nú. Einnig er komið inn á þær breytingar sem orðið hafa í þessu fámenna byggðarlagi og þau tækifæri sem þar eru til að snúa byggðarþróun til hins betra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.