Þáttagerðafólk frá Marokkó í Glaumbæ

 
 

Sjónvarpsþáttagerðarfólk frá Marokkó var á ferð í Skagafirði í vikunni og tók upp kynningarefni um Ísland, þar á meðal í Glaumbæ.

Hópurinn er að vinna kynningarþætti um Ísland og er að mynda það sem þeim þykir athygliverðast við landið: íslenska náttúru, fugla, hesta, eldfjöll og íslenska torfbæinn. Þau mynduðu fyrst á Þingvöllum og í Skaftafelli og komu svo norður. 

Þáttagerðarfólk af ýmsum þjóðernum hefur áður verið á ferð í Glaumbæ og því ekki fréttaefni að þættir séu gerðir um bæinn. En að þessu sinni vakti það athygli starfsmanna því þetta er í fyrsta sinn sem þáttagerðarfólk frá Afríku heimsækir okkur. Það að þau lögðu áherslu á að gera íslenska torfbænum skil, eru ákveðin skilaboð til íslenskra yfirvalda og ferðaþjónustuaðila um að nýta sér þann áhuga enn frekar og standa vörð um okkar merkilega byggingararf. Gamli bærinn í Glaumbæ leiddi þetta ágæta fólk norður í Skagafjörð þar sem þau héldu áfram að mynda og kynna sér hvað var í boði í næsta nágrenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir