Þægileg gjöf frá Lions

Félagar í Lionsklúbbi Skagafjarðar við afhendingu hægindastólanna. Fv. Steinn Rögnvaldsson, Gísli Gunnarsson, Herdís hjúkrunarforstjóri, Hafsteinn framkv.stj., Agnar Gunnarsson, Kristján Guðjónsson, Arnór Gunnarsson og Ragnar Gunnlaugsson. Sitjandi er Árni Sigurðsson

 

 Félagar í Lionklúbbi Skagafjarðar mættu á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki í gær og færðu að gjöf tvo hægindastóla með lyftubúnaði.

Agnar Gunnarsson prófar annan stólinn

Stólarnir eru þannig útbúnir að þeir létta bæði vistmönnum og starfsfólki lífið þar sem hægt er að reisa þá upp og gerir þeim sem í þeim sitja auðvelt með að standa upp úr honum.
Lionsklúbbur Skagafjarðar er fámennasti Lionsklúbburinn í Skagafirði með tæplega 20 félaga.    Hefur klúbburinn unnið að ýmsum verkefnum á undanförnum árum til fjáröflunar fyrir starfsemina svo sem girðingarvinnu, niðurrif húsa og fleira sem til hefur fallið á hverjum tíma svo og hin árlega perusala sem hefur ávallt gengið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir