Það hefði verið frekt að kvarta
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
25.06.2013
kl. 14.29
Það var einstök sumarblíða í Skagafirði í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Miðnætursólin rúllaði rauð og sjúkleg eftir sjóndeildarhringnum og það voru margir á ferðinni með myndavélina eða jafnvel iPaddið á lofti til að skjalfesta dýrðina.
Það rigndi af og til í logni á Króknum í gærkvöldi og það var hlýtt og notalegt niðri við Ós. Það hefði verið frekt að kvarta.
Myndirnar sýna ekki sólina rauða líkt og hana bar fyrir augu, heldur glóhvítan knött baðaðan í rauðum bjarma. Hinsvegar má sjá á meðfylgjandi myndum að bæði sól og tungl skreyttu Skagafjörðinn um eitt leytið; sólin í norðri en máninn fullur við Mælifell í suðri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.