Það eru allir stjörnur á dansgólfinu
Það er engin launung að Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla hófst í morgun og ætla ungmennin að dansa sleitulaust í 26 klukkutíma, stíga síðustu sporin um hádegi á morgun og þá verða vonandi komnar nokkuð margar krónur í ferðasjóðinn. Nú geta gestir kíkt í íþróttahúsið, fylgst með dansinum og stutt við bakið á dönsurunum með því að eiga viðskipti við kaffihúsið sem opið er til kl. 22:00 í kvöld. Eftir það færa 10. bekkingar sig yfir í Árskóla.
Sérstök danssýning var kl. 17:00 í dag í íþróttahúsinu en þar dönsuðu allir nemendur Árskóla undir stjórn snillingsins Loga danskennara. Er óhætt að fullyrða að dansgleðin hafi skinið af hverju andliti, eða svo gott sem. Fjöldi fólks fylgdist með af áhorfendapöllunum og höfðu gaman að. Ljósmyndari Feykis var á staðnum og tók nokkrar myndir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.