Það er hvellur í kortunum
Það er gul veðurviðvörun í gangi í spám Veðurstofunnar fyrir Norðurland vestra og er í gildi til hádegis á morgun, föstudag. Reikna má með norðaustanátt á Ströndum og Norðurlandi vestra upp á 15-23 m/s með slyddu eða rigningu, hvassast á annesjum. Hitinn verður á bilinu 0 til 5 stig en ólnar og fer að snjóa síðdegis.
Skagafjörðurinn og innsveitir á Norðurlandi vestra virðast reyndar sleppa nokkuð við versta vindinn framan af í dag en vindurinn verður meiri við Húnaflóann. Á morgun er spáð frosti og úrkoman verður því á föstu formi og spáð snjókomu og snarpri norðanátt allan föstudaginn. Það dregur úr undir kvöld. Ekki er reiknað með úrkomu á laugardeginum, vindur gengur niður og síðan er reiknað með stilltu og fallegu veðri á sunnudag og mánudag.
Það má því reikna með að færð spiliist í dag en nú um klukkan níu í morgun voru vegir á Norðurandi vestra ýmist greiðfærir eða hálir. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði. Það er því vissara að fylgjast vel með færð ef fólk ætlar að bregða sér af bæ.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.