Telur að flestir eigendur Búsældar muni taka tilboði KS

Kindur. MYND: ÓAB
Kindur. MYND: ÓAB

Stjórnarformaður Búsældar ehf., sem fer með eignarhlut bænda í kjötiðnaðarfyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska (KN), telur að flestir þeirra selji hlut sinn til Kaupfélags Skagfirðinga, sem í byrjun júlí gerði yfirtökutilboð í félagið. Héraðsmiðilinn Austurfrétt segir frá því að formaðurinn treysti á að skilyrði í búvörulögum tryggi að kaupin verði bæði bændum og neytendum til hagsbóta.

„Miðað við það sem ég hef heyrt frá fólki á ég von á flestir selji sinn hlut,“ hefur Austurfrétt eftir Gróu Jóhannsdótur, bónda að Hlíðarenda í Breiðdal og stjórnarformanns Búsældar.

„Búsæld er félag rúmlega 460 bænda, mest á Austur- og Norðurlandi, sem áður áttu kjötiðnaðarfyrirtækið Norðlenska sem birtist neytendum helst í gegnum vörumerkið Goða. Eftir að Norðlenska sameinaðist Kjarnafæði árið 2021 varð eign Búsældar í nýju félagið 43%.

Í byrjun júlí var tilkynnt um að KS hefði gert tilboð í allt hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Tilboðið fól það í sér að stjórn Búsældar myndi spyrja hvern hluthafa hvort hann vildi selja sinn hlut. Frestur til að svara rann út á sunnudag. Gróa segir að ekki séu öll svör komin enn en væntir þess að þau liggi að mestu fyrir í lok vikunnar. Tíma taki til dæmis að greiða úr málum þar sem eignin sé inni í dánarbúum. Aðspurð sagðist Gróa sjálf ekki vera búin að svara tilboðinu formlega en frekar reikna frekar með að selja,“ segir í fréttinni.

Nánar aðspurð kveðst hún frekar vænta þess að bændur selji allan sinn hlut frekar en hluta. „Við vitum ekki enn hvað verður um Búsæld. Ef það verða fáir eftir þá verður eignarhluturinn það lítill að hann skiptir engu máli. Þá er líklegt að hún verði lögð niður og einstaklingar eigi beina aðild að félaginu. Þá snýst þetta fyrst og fremst um að fá

Sjá nánar á Austurfrétt >

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir