Tekinn á 146 km hraða við Blönduós

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gærkvöldi för ökumanns sem ók á 146 kílómetra hraða. Lögregla segir að ökumaðurinn megi vænta þess að missa prófið í 2 mánuði hið minnsta og verði látinn borga yfir 100 þúsund krónur í sekt.

Mjög lítið hefur verið um svo mikinn hraða í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi síðustu tíu til fimmtán árin. Í gær voru auk þessa 10 til 20 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs í umdæminu. Lögreglan segir að umferð hafi verið töluverð í báðar áttir.

/ruv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir