Tekið til kostanna um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
22.04.2009
kl. 14.57
Tekið til kostanna, alþjóðlegir hestadagar verða haldnir í Skagafirði dagana 24. – 26. apríl n.k.
Kvöldsýningar í Svaðastaðahöllinni eru hápunktar Tekið til kostanna.
Margt er í boði s.s. kynbótasýning, sölusýning, frumtamningakeppni sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, töltsýning og skeiðkeppni þeirra allra fljótustu svo eitthvað sé nefnt. Þá er rússneski hetjutenórinn Arisander Kotroskinn væntanlegur á svæðið.
Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur fyrirhugaður dagskrárliður um Svein Guðmundsson niður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.