Tap í N1 höllinni í gær
Stólastúlkur spiluðu við Val í N1 höllinni í gær sem því miður endaði með tapi en fyrir þennan leik voru þær búnar að vera á góðri sigurbraut sem enginn vildi sjá enda.
Valur byrjaði leikinn betur og náði góðu forskoti á Tindastól sem þær náðu niður en Valsstúlkur voru alltaf skrefi á undan allan leikinn. Boltinn hjá Stólastúlkum virtist ekki vilja enda ofan í körfunni og Valsstúlkur voru hungraðari í fráköstin, það var bara þannig, því miður. Staðan í hálfleik var 37-25 fyrir Val og lokastaðan 73-64. Eftir leikinn sitja Stólastúlkur í 4. sæti með Njarðvík en næsti leikur er þann 15. janúar í Síkinu gegn Þór Ak. sem sitja í 3. sætinu.
Nú er bara upp upp og áfram og mæta alveg brjálaðar í næsta leik.
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.