Tap á heimavelli
Meistaraflokkur Tindastóls tóku á móti liði Njarðvíkur í heimaleik á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi. Lokatölur voru 2-1 fyrir Njarðvíkingum sem skutust upp í 9. sæti deildarinnar með 14 stig og Tindastóll datt í það 10. með 13 stig. Bæði lið komu afar sterk til leiks og fyrsta markið kom á 13. mínútu, en það var Óskar Smári Haraldsson sem skoraði það fyrir Tindastól.
Njarðvíkingar voru þó fljótir að bregðast við og negldu boltanum í netið aðeins fimm mínútum seinna. Staðan því 1-1- í hálfleik, en sú staða hélst ekki lengi því eftir aðeins tvær mínútur af seinni hálfleik komu Njarðvíkingar með annað mark. Stólarnir náðu ekki að jafna, en þetta var grátlegt tap fyrir þá.
Næsti leikur Tindastóls er föstudaginn 7. ágúst og það er heimaleikur, en þá taka þeir á móti sterku liði KV.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.