Tæp 460 tonn á Norðurlandi vestra vikuna 18. feb.– 24. feb.

Björgunarskipið Húnabjörg. MYND TEKIN AF FACEBOOK-SÍÐU SKAGASTRANDARHAFNAR
Björgunarskipið Húnabjörg. MYND TEKIN AF FACEBOOK-SÍÐU SKAGASTRANDARHAFNAR

Á Króknum lönduðu fjórir bátar/togarar rúmum 414 tonnum í fjórum löndunum. Á fisk.is segir að Málmey hafi verið við veiðar á Kolluáli og Látrabjargi og uppistaðan hafi verið þorskur og ýsa. Þá var Drangey einnig við veiðar á Kolluáli og uppistaða aflans hafi verið þorskur, ýsa og karfi.

Á Skagaströnd lönduðu fimm bátar eins og í síðustu viku og var heildaraflinn rúm 46 tonn í tólf löndunum. Aflahæstur var dragnótabáturinn Hafdís SK 4 með tæp 20 tonn í fimm löndunum. Lítið var um fréttir á Facebook-síðu Skagastrandarhafnar þessa vikuna en Björgunarskipið Húnabjörg lá við festar.

Á Hvammstanga og Hofsósi var einnig rólegt því enginn landaði og var því heildaraflinn á Norðurlandi vestra 459.681 kg í 16 löndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir