Svo flaug hún eins og fiðrildi...

Frá tónleikum Skagfirska kammerkórsins. Mynd: KSE
Frá tónleikum Skagfirska kammerkórsins. Mynd: KSE

Það var sannkölluð sumarstemmning og ljómandi góð mæting á tónleika Skagfirska kammerkórsins í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi, en tónleikarnir báru yfirskriftina „Svo flaug hún eins og fiðrildi...“ Voru tónleikarnir lokapunkturinn á vetrarstarfi kórsins, sem um síðustu helgi fór í tónleikaferðalag um Vesturland.

Á efnisskránni var allt frá þjóðsögum ýmissa landa til kvikmyndatónlistar. Stjórnandi kórsins er Helga Rós Indriðadóttir en Gunnar Sandholt og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir sáu um að kynna lögin sem voru flutt. Á eftir var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð sem kórfélagar göldruðu fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir