Sveitasæla verður haldin 21. ágúst
Landbúnaðar- og sveitahátíðin Sveitasæla verður haldin með örlitlu breyttu sniði í ár þar sem hún verður haldin á einum degi í stað tveggja. Lagt verður áhersla á skemmtun og afþreygingu og hefur Fluga hf fengið til liðs við sig búgreinafélögin í Skagafirði, Leiðbeiningarmiðstöðina, Sveitafélagið Skagafjörð og Hestamannafélagið Léttfeta.
Hefðbundin atriði verða á sínum stað svo sem sveitamarkaður, handverkssýningar, vélasýningar af einhverju tagi, hrúta- og kálfasýningar, smalahundasýning, húsdýragarður og sýningar og kynningar af ýmsu tagi í höllinni.
Mikið verður lagt upp úr skemmtun og gleði og verður meðal annars keppt í dráttarvélaakstri undir stjórn Pardusmanna frá Hofsósi, bændur og búalið munu spreyta sig á bændafitness, kvöldvaka verður um kvöldið að hætti skagfirskra bænda með veglegri grillveislu söng og gleði. -Það er gaman að segja frá því að Ungbændur Íslands ætla að láta keppnina Ungbóndi Íslands fara fram á Sveitasælu þetta árið, segir Eyþór Jónasson framkvæmdastjóri Flugu.
Hestamannafélagið Léttfeti verður með gæðingakeppni félagsins yfir daginn og verða riðin eitthvað af úrslitunum um kvöldið á kvöldvökunni. Einnig verður firmakeppni Léttfeta á föstudaginn 20. ágúst.
Þeir aðillar sem hafa hug á að vera með í sýningum og kynningum í og við reiðhöllinna er bent á að hafa samband við Eyþór í síma 8425240 eða á svadastadir@simnet.is og að sögn Eyþórs er verðskráin fyrir sýnendur sögulega lág í ár því verð á innisvæði er 5800.- pr/fermeter og útisvæði 200.-pr/fermeter. Básastærð fer eftir þörfum hvers og eins, og ekki verður um uppsetta bása að ræða.
Allar nánari upplýsingar eru inná svadastadir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.