Sveitarfélagið styður umsókn UMSS um Unglingalandsmót 2009

Frá Unglingalandamóti UMFÍ á Sauðárkróki 2004

Félags og tómstundanefnd Skagafjarðar lýsti á fundi sínum í gær yfir stuðningi við erindi Ungmennasambands Skagafjarðar um að fá að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki árið 2009.

Eins og fram kom hér á Feyki.is í gær þá hefur Snæfellsnes óskað eftir því að fá að fresta um ár mótshaldi sem átti að vera á Grundarfirði í sumar. Að sama skapi hafa Strandamenn sagt sig frá Unglingalandsmóti 2010. Unglingalandsmót var síðast haldið á Sauðárkróki árið 2004 og þótt það mót gríðarlega vel heppnað.

Ákvöðrun um landsmótsstað þetta árið verður tekin mánudaginn 16. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir