Sveitarfélagið Skagaströnd áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu

Frá Skagaströnd. MYND: ÓAB
Frá Skagaströnd. MYND: ÓAB

Á fréttavefnum huni.is segir að fjárhagsáætlun Skagastrandar 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi rétt fyrir jól. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um 11 milljónir króna. Tekjur eru áætlaðar 946 milljónir og þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs áætlaðar 684 milljónir en aðrar tekjur 262 milljónir. Rekstrargjöld eru áætluð 867 milljónir, afskriftir 58 milljónir, og fjármagnsgjöld 10 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað jákvætt um 93 milljónir.

Fjárfestingar á árinu er áætlaðar 67 milljónir, þær stærstu eru 45 milljónir vegna hafnarframkvæmda, 11 milljónir í fasteignaframkvæmdir og 8 milljónir í gatnaframkvæmdir. Gert er ráð fyrir lántöku árið 2025 að fjárhæð 100 milljónir króna vegna framkvæmda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir